Ólafur Ágúst Haraldsson

Ólafur Tómas Guðbjartsson

Hrafn Ágústsson

Á fallegum sumardegi við Hólmsá var Ólafur Caddisbróðir að vanda sig við að kasta þurrflugu á girnilegan stað þegar hann heyrir sagt fyrir aftan sig „Ég er búin að veiða þennan fisk!“. Hann snýr sér við og sér að þar er enginn annar en persónan á bak við Dagbók urriða, Ólafur Tómas Guðbjartsson. Það var ekki meira veitt þann daginn því þeir spjölluðu óralengi saman og varð þetta upphafið á frábærum vinskap Ólanna og Hrafns og nú að samvinnu Caddisbræðra og Dagbók Urriða. 

Við að veiða saman fundum við strax að við höfðum mismunandi styrkleika og þar sem vantaði í þekkingu hjá einum gat annar alltaf bætt úr. 
Með þetta að vopni, höfum við sett saman námskeið sem við teljum vera það yfirgripsmesta sem völ er á.

Caddisbræðurnir Hrafn og Óli hafa getið sér nafn sem leiðsögumenn í Laxá í Laxárdal og námskeiðahaldarar. Þeir hafa starfað mikið fyrir Stangveiðifélag Reykjavíkur í fræðslunefnd þar sem þeir hafa tekið þátt í að halda mörg fræðslukvöld ásamt því að stjórna barnadögum í Elliðaánum. Einnig hefur verið gott samstarf með svokölluð Caddis holl í Laxárdal þar sem félagsmönnum bíðst að veiða með þeim bræðrum og njóta leiðsagnar við ána. Á síðasta ári héldu þeir Þurrflugu Masterclass í tveimur hlutum sem var vel sóttur og þótti hin besta fræðsla.

Ólafur Tómas hefur haldið úti Dagbók urriða sem flest veiðifólk landsins þekkir. Hann hefur gefið út sjónvarpsþætti á Stöð 2, gefið út bækur og hlaðvörp ásamt því að hafa framleitt fjölbreytt efni um veiðar og sögu. Hann er hinn fróðasti maður um allt tengt veiði á Íslandi og duglegri veiðimann er varla hægt að finna.