Takk fyrir!
-
Silungsveiði frá A-Ö
Farið er á skemmtilegan hátt yfir veiðitækni, lífríki, sögu og vatnslestur. Við lærum að lesa aðstæður jafnt í ám sem og í vötnum. Frábært námskeið sem hentar öllum.
Vinsælasta námskeiðið!
-
Vel heppnuð fjölskylduveiðiferð
Að skipuleggja vel heppnaða veiðiferð getur verið vandasamt verk. Það eru nokkrir grunnpunktar nauðsynlegir til þess að gera veiðiferð vel heppnaða. Við förum yfir alla þá punkta á þessu skemmtilega námskeiði sem hentar vel fyrir fjölskyldur, vinnustaði og vinahópa.
-
Þurrflugu-Masterclass
Margir líta á þurrfluguveiðar sem mestu unaðssemd og list fluguveiðinnar. Þessi magnaða veiðiaðferð á sér ýmsa leyndardóma sem þetta ítarlega námskeið sviftir hulunni af. Vatnslestur, veiðitækni, lífríki, búnaður og fleira er kennt á þessu kröftulega námskeiði.
-
Þurrfluguhnýtingar
Að hnýta þurrflugu sem flýtur rétt, veiðir fisk og veiðimaður sér, er list. Hrafn Ágústsson Caddisbróðir leiðir þetta magnaða námskeið en hann er með betri hnýturum, hönnuðum og veiðimönnum í þurrfluguveiðinni. Námskeiðið hentar vanari hnýturum sem langar að læra og tileinka sér þurrfluguhnýtingar.
-
Einkakennsla
Einkakennsla af sér reyndari og betri er fljótlegasta leið til framfara í sportinu. Hvort sem það eru fluguköst, framsetningar, fluguhnýtingar eða verkleg veiðikennsla þá er einkakennsla verðmæt viðbót í ferðalagi veiðimannsins.
-
Veiðiferðir - Caddisholl
Að veiða stóra urriða í straumvatni er af mörgum talinn vera hápunkturinn í fluguveiði. Það getur verið vandasamt að komast í færi við slíka höfðingja og enn meiri áskorun að fá þá til að taka fluguna. Laxárdalurinn er gullkista slíkra tækifæra og með smá leiðsögn, kennslu og örlítilli heppni er hægt að láta þennan draum rætast. Komdu með í Laxárdalinn í sumar.